142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[21:58]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Þakka þér fyrir það, hv. þm. Ögmundur Jónasson.

Varðandi styrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá hagsmunaaðilum og eins Framsóknarflokkurinn þá vísa ég til ræðu minnar áðan. Bjóst fyrrverandi ríkisstjórn — bjóst hv. þm. Ögmundur Jónasson við því að þegar hann kæmi inn í útgerðarfyrirtæki eða fiskvinnslufyrirtæki að menn færu að moka í hann einhverjum styrkjum eins og hann var búinn að koma fram? Ég er ekkert hissa á því að það hafi ekki verið gert miðað við hvernig hann er búinn að tala í kvöld. Datt honum virkilega í hug að hann gæti farið inn í þessa atvinnugrein og fyllt hjá sér bækur innan kvóta? Ég er ekkert hissa á því ef það gengur ekki. (ÁÞS: Ef hann ætlar að kaupa sér atkvæði.)

Varðandi mig og hagsmunatengslin þá hef ég talið mig vera fulltrúa útgerðarinnar og hef ekkert farið leynt með það. Ég er smábátasjómaður og þær tillögur sem minni hlutinn leggur til eru miklu hagstæðari fyrir mig persónulega, ég get alveg lýst því yfir. Hver veit nema ég hlusti bara á hv. þingmann einu sinni og greiði atkvæði. Ég þakka honum góð ráð.