142. löggjafarþing — 19. fundur,  2. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[23:22]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekkert að halda því fram að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í RÚV séu ekki fagmenn eða séu í einhverri pólitík. Ég mótmæli því hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað í slíku eða hafi verið. Ég veit ekki til þess og þekki náttúrlega ekki sögu RÚV langt aftur en ég hef enga ástæðu til þess að ætla að tilnefningar sjálfstæðismanna séu ófaglegri eða pólitískari en tilnefningar stjórnarandstöðuflokkanna. Umræðan fer alltaf í þann farveg og ég nenni varla að ræða málið lengur í þeim farvegi en ítreka það prinsippatriði að þeir sem eiga og bera ábyrgð skipi stjórnina og reyni að gera það eins vel og þeir geta. Það er mikilvægt fyrir þá sömu aðila sem bera ábyrgðina að vel takist til í því. Flóknara er það ekki.