142. löggjafarþing — 19. fundur,  2. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[23:31]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég var ekki að tala um að ráðherra ætti að kalla menn á teppið. Ég er að tala um, alveg eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon segir, að ábyrgðin sem nefnd var yfirábyrgðin eða aðalábyrgðin er á ráðherra. Ef ég ber ábyrgð sem ráðherra vil ég ráða því hverjir stjórna í mínu umboði eða hverjir stjórna því fyrirtæki sem ég ber ábyrgð á. Það er eðlilegt. Þannig gerir stjórnarskráin ráð fyrir því og þannig á það að vera. En að fara að koma þeim hlutum yfir á hvort sem það heitir Bandalag íslenskra listamanna eða eitthvað annað, einhver félagsskapur úti í bæ eins og ég nefndi áður, sem hefur enga ábyrgð þótt stjórnarmenn sem slíkir beri ábyrgð á störfum sínum í stjórninni, það er þetta sem ég er að tala um. Það á ekki að vefjast fyrir nokkrum. Þannig er þetta (Forseti hringir.) og var í öllum stofnunum ríkisins og á að vera áfram.