142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[16:05]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál sýnir í hnotskurn þá stefnu sem þessi ríkisstjórn rekur. Hér þarf engar nefndir, bara vaða beint í það að lækka veiðigjöldin á sínu fyrsta þingi. Þannig eru áherslur ríkisstjórnarinnar.

Ég er andsnúin þessum áherslum og við í Samfylkingunni og við munum greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Ástæðan er einföld. Hér er lögð til lækkun á veiðigjöldum samkvæmt núgildandi lögum en þau eru sanngjörn og hófleg auðlindarenta. Meira og minna allir sérfræðingar sem komu fyrir nefndina hafa sýnt fram á að sjávarútvegurinn þolir vel þau veiðigjöld sem eru í núgildandi lögum og því er algjört óráð að ætla að lækka þau.

Sérfræðingar hafa jafnframt sýnt fram á að þessar tillögur þýða að fyrirtæki sem eru í bolfisksveiðum greiða nánast núll í auðlindarentu og það er ekki það sem kallað hefur verið eftir í okkar samfélagi þegar þjóðin hefur kallað á það ítrekað að fá hlutdeild (Forseti hringir.) í þeirri auðlindarentu sem svo sannarlega er til staðar í íslenskri útgerð.