142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[16:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stefna Pírata í þessu máli ætti að vera öllum ljós. Það er verið að lækka þann hlut sem þjóðin fær fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Það er enginn ágreiningur um það. Þetta er það sem er verið að gera. Það eru minnst 3 milljarðar á næsta ári, svo eru þetta minnst 7–8 milljarðar þegar allt er tekið til, kannski verður lækkunin meiri.

Úr því að verið er að lækka hlut þjóðarinnar finnst okkur að þjóðin eigi að hafa lokaorðið um það hver hlutur hennar af nýtingu auðlindarinnar á að vera og við köllum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Við vonum að forsetinn synji þessum lögum staðfestingar og vísi þeim til þjóðarinnar.