142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[16:09]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Næg atvinna er undirstaða velferðar. Við verðum í sameiningu að hlúa að atvinnulífinu, sérstaklega litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, skilaði áliti til atvinnuveganefndar og niðurstaðan var sú að fyrirliggjandi frumvarp væri betra en fyrri lög. Skref í rétta átt, ekki fullkomið en sanngjarnara.

Um er að ræða bráðabirgðaákvæði til eins árs. Það er nauðsynlegt að samþykkja frumvarpið svo hægt sé að innheimta sanngjörn veiðileyfagjöld á næsta fiskveiðiári.