142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[16:18]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til töluverða lækkun á veiðigjöldum til bolfisksfyrirtækja. Hver sérfræðingurinn á fætur öðrum hefur komið fyrir hv. atvinnuveganefnd og sýnt okkur fram á að hér sé gengið allt of langt. Það er verið að rjúfa mikilvægan frið sem var skapaður með setningu veiðigjalda á síðasta kjörtímabili, (Gripið fram í: Frið?) frið um sjávarútveginn og það mikilvæga verkefni stjórnvalda hverju sinni að skapa sátt um undirstöðuatvinnugreinar sínar.

Hér er verið að reka fleyg inn í þá sátt. (Gripið fram í: Sátt?) Með íslenskri þjóð verður aldrei full sátt um sjávarútveginn fyrr en það er ljóst að hún fái sanngjarna, hóflega auðlindarentu fyrir nýtingu íslenskra náttúruauðlinda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er það sem menn eru í raun að afnema hér. Þess vegna leggjum við til að þetta standi (Forseti hringir.) óbreytt í í núgildandi lögum.