142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[16:21]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð að þetta mál fari í gegnum þessa umræðu enda hefur því verið lýst yfir að málið fari aftur inn í nefnd og þar verði það skoðað enn betur og þær athugasemdir sem borist hafa. Ég lýsi því enn fremur yfir að ég er ekki sammála þeim athugasemdum sem hér hafa verið bornar upp um þetta mál af hálfu stjórnarandstöðunnar og hlakka til að fylgjast með störfum nefndarinnar og sjá hvaða afrakstur þau bera á milli umræðna.