142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:26]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég átti þess ekki kost að greiða atkvæði um þetta mál á síðasta þingi en afstaða mín er skýr gagnvart Ríkisútvarpinu. Við eigum að efla það og styrkja og við eigum að standa um það vörð.

Ég flutti margar ræður um það þegar ákveðið var að leggja niður hinar svæðisbundnu útsendingar og enn þann dag í dag þykir mér það miður.

Sú breyting sem hér er lögð til er í raun það fyrirkomulag sem var við lýði allt síðasta kjörtímabil þangað til á síðustu metrunum fyrir kosningar. (Gripið fram í.) Það þótti í góðu lagi allt síðasta kjörtímabil en nú er það gersamlega ómögulegt. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu og vona að nú hafi ég fullnægt þeirri þörf stjórnarliða að fá okkur framsóknarmenn hingað upp í pontu. [Háreysti í þingsal.] Þetta er einfaldlega mín afstaða, ég mun segja já við þessu ákvæði.