142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa yfir ánægju með viðbrögð stjórnarandstöðunnar þegar við framsóknarmenn stígum í pontu, enda reynum við að mæla af skynsemi og leita lausna. Það er verið að gera þetta að sama fyrirkomulagi og var við lýði. Það er einfaldlega svo [Háreysti í þingsal.] að tekin var ákvörðun af síðustu ríkisstjórn um að gera hlutverkið þannig að stjórnin hefði aukið vægi við dagskrárgerð, ekki rétt? Það var ákvörðun síðustu ríkisstjórnar [Háreysti í þingsal.] að auka hið pólitíska vægi. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af því að RÚV og þeir starfsmenn sem starfa þar muni ekki sinna skyldum sínum sem hlutlausir blaðamenn, (Forseti hringir.) bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu. Við hljótum að vera sammála um, hvort sem við erum (Forseti hringir.) í meiri eða minni hluta, að það sé aðalmarkmiðið.

Virðulegi forseti. Ég hef litlar sem engar áhyggjur af þessari breytingu og þess vegna styð ég hana heils hugar.