142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:51]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vona að háværum fagnaðarópum linni. Niðurstaða þeirrar umræðu sem hér fór fram fyrr í dag færir mér heim sanninn um nauðsyn þess að Alþingi hafi aðkomu að stjórnskipan þeirra stofnana og fyrirtækja ríkisins sem varða almannahagsmuni og almannaheill, svo og til að Alþingi geti sinnt nauðsynlegu rekstrareftirliti. Ég tel fyrirliggjandi frumvarp tryggja skilvirka starfsemi RÚV betur en núgildandi lög. Ég segi því já, herra forseti.