142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[16:58]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. 2. umr. átti sér stað í gær eftir miðnætti. Það var ekki með samþykki Pírata. Það var ekki kosið um afbrigði. Við píratar lítum svo á að sú umræða hafi í raun ekki farið fram og krefjumst þess að þetta fari aftur til nefndar til að ræða eitt smávægilegt atriði. Okkur langaði að gera þetta í mesta bróðurlyndi, systkinalyndi eða hvað maður segir nú til dags, en við viljum aðeins meiri umræðu um þetta. Það er ein setning í 4. gr. b sem okkur langaði að ræða betur, sérstaklega með hliðsjón af umsögn Persónuverndar og með hliðsjón af persónuverndarsjónarmiðum almennt. Það hefði alveg verið hægt að taka þá umræðu hér í dag en af einhverjum ástæðum var það ekki gert. Ég er mjög vonsvikinn yfir því. Við viljum endilega klára þetta mál í sem mestri sátt vegna þess að við teljum þetta að öllu leyti mjög fínt frumvarp. En við krefjumst þess að þetta fari aftur í nefnd.