142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[17:05]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég veit ekki betur en gerðar séu undantekningar í svona málum eins og til dæmis þegar breytingar á stjórnarskrá sem ekki er hægt að breyta, ekki einum einasta punkti — var tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það er mjög mikilvægt atriði sem við teljum nauðsynlegt að ræða í þessum lögum. Við óttumst að þetta sé keyrt í gegnum þingið óeðlilega hratt án þess að þingmenn séu að fullu meðvitaðir um hvað þeir eru að samþykkja. Þetta er að mörgu leyti líkt Hagstofumálinu og ég hef áhyggjur af því, eins og ég segi, að þingmenn séu í hraði að samþykkja eitthvað sem gæti skert friðhelgi einkalífs Íslendinga.

Mér finnst líka mjög mikilvægt að fram komi að þetta er ekki óeðlileg krafa, sér í lagi þegar kemur í ljós að rætt var um þetta mál eftir miðnætti í gærkvöldi.