142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[17:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi var þetta mál vel rætt í efnahags- og viðskiptanefnd. Margir gestir komu á fundi og vel var farið yfir málið. Þar að auki er nefndin einhuga um það nefndarálit sem að baki liggur. Þess vegna, af því að frumvarpið tekur ekki breytingum á milli 2. og 3. umr., var mér sem framsögumanni nefndarálits bent á þessa grein en að sjálfsögðu verðum við við ósk Pírata um að taka málið inn á milli 2. og 3. umr. til að skoða þá athugasemd sem þeir hafa komið með, svo að fyllstu sanngirni sé gætt. En ég lýsi því yfir að ég held að þetta mál hafi ekki verið rætt í neinum flýti og þingmenn hafi ekki verið að greiða atkvæði um eitthvað sem þeir vissu ekki hvað var því að meiri hluti þingmanna greiðir atkvæði með frumvarpinu eins og það liggur hér fyrir.