142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[17:07]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þó að gardínurnar leyni okkur því þá er fallegur og sólríkur sumardagur hér fyrir utan og ég held að það sé alveg synd að eyða honum í að rífast um það hvort við getum skotið á nefndarfundi þegar fram kemur um það ósk frá einum starfsfélaga okkar. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að verða einfaldlega við þessu. Þá er þetta óþarfa deilumál úr sögunni.