142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[17:07]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að taka málið aftur inn í nefnd. Ágreiningurinn er ekki mikill. Þetta er bara eitthvað sem við vildum ræða frekar vegna þess að við höfum áhyggjur. Við erum hlynnt frumvarpinu, við erum hlynnt tilganginum, okkur finnst bara að það megi orða þessa einu setningu aðeins betur. Það þarf ekki að taka neinn tíma. Við viljum bara að þetta sé gert rétt, ekki t.d. eftir miðnætti eins og gert var í gær. Það var óþarfi. Okkur finnst að það hefði alveg mátt ræða þetta hér í 2. umr.

Þetta fór vissulega í gegnum nefnd. Það er samhugur um lögin. Gott og vel en það er ástæða fyrir því að það er til 2. umr. Við vildum vera með í þeirri umræðu en okkur gafst ekki færi á því vegna þess að enn og aftur, við vorum ekki með í þeim samningi sem svo oft er talað um í þessu sambandi.