142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[18:54]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mín einlæga von að Alþingi samþykki þá breytingu sem hér er lögð til á stjórnarskrá og staðfesti þar með samþykkt þá sem gerð var á síðasta Alþingi. Með þessari samþykkt opnum við glugga að því að unnt verði að gera breytingar á stjórnarskrá á því kjörtímabili sem nú fer í hönd án þess að þær verði gerðar í tímapressu undir lok kjörtímabilsins. Ég vona svo sannarlega að þær breytingar verði gerðar í sem mesti sátt bæði hér í þessum sal en líka við samfélagið allt. Ég vona einlæglega að þetta frumvarp verði samþykkt og þessi breyting gangi í gegn þannig að við höfum bráðabirgðaákvæði til að breyta stjórnarskránni á annan hátt en verið hefur með aðkomu þings og þjóðar.