142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[18:58]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Síðastliðið vor sat ég hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarp þetta. Undirritað hefur verið samkomulag af formönnum allra flokka hér á Alþingi, að frátöldum Pírötum, um að halda áfram vinnu að nýrri stjórnarskrá sem meðal annars verði byggð á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fór fram 20. október sl. Í ljósi þess að brýnt er að við setjum okkur nýja stjórnarskrá mun ég greiða frumvarpinu atkvæði mitt til að stuðla að því. Ég tel eftir sem áður að þröskuldurinn sé of hár en ákvæðið er tímabundið og í ljósi þess treysti ég mér til að styðja það.