142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:19]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er góð ábending hjá félaga mínum, herra Össuri Skarphéðinssyni. Það er ákveðin hola sem ríkisstjórnin gróf sér með því að uppfylla kosningaloforð sitt um að lækka veiðigjöld og þá holu eru þeir að reyna að fylla upp í, reyna að finna leiðir til að fylla upp í hana með því að biðja um þennan frest. Það mætti alveg ræða um það hvort gefa eigi þeim þann frest, ég er sammála því. Það er önnur umræða. En ef á að gefa þeim þennan frest, eins og meðal annars flokkur herra Össurar Skarphéðinssonar hefur ákveðið að gera, ætti þingflokkur Samfylkingarinnar alla vega að kalla eftir því að við sitjum þá tólf daga í september eins og hefði verið hefðum við komið saman 10. september á haustþingi í staðinn fyrir sex daga. Hverju svarar þú því?