142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:42]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Af því að ég tók þátt í umræðum um þetta mál í nefndinni get ég upplýst að ástæðan fyrir því að það átti að taka málið inn milli 2. og 3. umr. var ekki þessi breytingartillaga sem nú er komin fram heldur að sú sem hér stendur óskaði eftir því að Hagfræðistofnun legði mat á áhrif þessa frumvarps á ríkissjóð.

Þetta er algjörlega ný ástæða sem gefin er hér fyrir því að þessi fundur var haldinn milli 2. og 3. umr. En það er algjörlega ljóst, virðulegi forseti, að þetta var leiðangurinn allan tímann. Og ég ætla að segja það hreint út að að mínu mati eru þetta hrein svik á samningum. Hér stendur ekki steinn yfir steini um það sem menn hafa kvittað upp á. Ég verð að lýsa því yfir að hvað mig varðar er ekkert samkomulag í gildi.