142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:46]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég hef nú fylgst með þessari umræðu og ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á hvað hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar eru að fara. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson kemur hingað og fer yfir það sem allir (Gripið fram í.)hlustuðu á, að hv. þm. Jón Gunnarsson hafi nefnt það sérstaklega að farið yrði með málið fyrir nefnd á milli 2. og 3. umr. og að hugsanlega yrðu gerðar breytingar á frumvarpinu. Það er ágreiningur um málið og ég næ nú ekki að fara yfir það á þessari hálfri mínútu hér á eftir í ræðu um fundarstjórn forseta. Það er ágreiningur um málið. Ég tel sjálfsagt að reyna að fara yfir vinnulagið en ég sé ekki hvaða sprengju er um að ræða þegar menn koma og segja að þeir ætli að fara með málið í nefnd og koma síðan með breytingar ef svo ber undir. Í hverju felst þá sprengingin? (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Í hálfum milljarði.)