142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:47]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða þá stöðu að maður veltir því fyrir sér: Til hvers er verið að gera samkomulag við þetta fólk? Hér er verið að gera breytingar en þær eru í átt til meiri ágreinings, virðulegi forseti, þær eru í átt til meiri ágreinings. Ásetningurinn er svo eindreginn í því að gera vel við útgerðina, auka álagið á ríkissjóð, á námsmenn, á lánsveðshafa, á allt samfélag á Íslandi í þágu vina hv. þingmanna.

Ráðuneytið hefur ekki úttalað sig um málið, fjárlagaskrifstofan hefur ekki gert það, það eru engir útreikningar, það eru engin rök, það eru 459 millj. kr. sem gerð er tillaga um hér í sakleysislegri breytingartillögu milli 2. og 3. umr. Þetta er algerlega ólíðandi, virðulegi forseti, og ég legg áherslu á að fundurinn verði haldinn strax.