142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:52]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga lækkar enn þann hlut sem þjóðin fær til sín af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Nú er þrýstingur á herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að vísa þessu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu, m.a. vegna orða hans um að þjóðin ætti að ákveða sjálf hvaða hlut hún fengi fyrir nýtingu á auðlind sinni, að fá mál væru jafn tæk í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Maður veltir því þess vegna fyrir sér hvers vegna enn sé verið að lækka hlutinn. Eru þetta strategísk mistök hjá Sjálfstæðisflokknum? Eða er þetta eitthvað sem sjálfstæðismenn leggja fram til að geta síðan fengið fyrirsagnir í fjölmiðlum um að hafa lækkað? Ef sjálfstæðismenn draga úr frumvarpinu eru þetta minni gjafir til sjávarútvegsins eða minni lækkun, hlutur þjóðarinnar verði meiri — eða hvað? Ég skil ekki hvort þetta eru mistök eða einhver strategía, hvort það sé einhver væntingastjórnun í gangi.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu í framhaldinu og að sjálfsögðu skorum við á forseta Íslands að vísa þessu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.