142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[13:54]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil gera við það athugasemd að mér sé ekki gert það kleift að bera hér af mér sakir þegar ég er sökuð um það, af hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, að tala hér í einhverju rugli, að ég hafi verið hér í einhverju ruglástandi. Þetta eru orð sem eru ekki samboðin þingmanni hér á Alþingi. Það er með ólíkindum að maður megi ekki koma hér upp og verja sig.

Ég fullyrði það hér, ég er ekki í neinu rugli, ég er algjörlega áttuð á því hvað hér fer fram. En mér er hins vegar misboðið með hvaða hætti hv. þingmaður talar hér í ræðustól.