142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[17:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar örstutt að lýsa yfir ánægju með þær umræður sem átt hafa sér stað hér í þessum þingsal um þetta mál. Ég fagna því að þetta fyrsta skref á vegum ríkisstjórnarinnar í átt að því að bæta kjör aldraðra og öryrkja sést nú hér í þingsalnum og verður tekið til atkvæða á eftir.