142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[18:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Velferðarnefnd var sammála um að fresta bæri samþykkt þessara ákvæða. Það er svo að við erum öll sammála um markmiðið með þessum greinum frumvarpsins en ástæða þess að við leggjum til að þær verði ekki gerðar að lögum að þessu sinni er sú að við töldum nauðsynlegt að fá betri tíma til að fara yfir þær til að tryggja líka réttindi þeirra sem eru á greiðslum frá Tryggingastofnun og til að gæta að persónuvernd. En nefndin er sammála um að mikilvægt sé að vinna að þeim markmiðum sem greinarnar kveða á um þó að þeim sé frestað að þessu sinni.