142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[19:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að afþakka allt þetta hrós, en allt í lagi. Ég er að velta fyrir mér af hverju verið er að hafa svona miklar áhyggjur af þessu máli. Það er örugglega ekki einsdæmi að gera megi frumvörp betri en þau eru. Hér er bara verið að gæta betur að textanum, og það hefðu kannski margir betur gert áður en frumvörp hafa verið lögð fram, því að hér hafa margsinnis verið samþykkt frumvörp og gerð að lögum sem standast illa stjórnarskrána. Það er ekki nýmæli og sumt er svo á einhverjum mörkum þar um. Ég held því að ekki þurfi að gera mikið úr þessu máli, þetta er smávægilegt tæknilegt atriði að mestu. Vissulega hefði það getað haft einhverjar afleiðingar ef þannig hefði farið. En þetta er bara gert í þeim eina tilgangi að tryggja þetta og ég sé ekki ástæðu til að ræða það nánar.