142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:29]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon eyddi bróðurpartinum af sínum tíma í að ræða fjárlög og hvernig fjárlög eru unnin leyfi ég mér, virðulegur forseti, að fara í andsvar við hann út af ræðu hans en ekki umræðuefninu sem hér er á dagskrá.

Mig langar að biðja hv. þingmann um að útskýra fyrir mér tvennt. Hvað átti hann við með því að það hefði verið prufukeyrt í fyrra, að leggja fjárlög og fjáraukalög fram saman samhliða, samanber 25. gr., ef ég skildi hv. þingmann rétt? Svo hitt þegar hann talaði um að bindandi tekjuúthlutunarrammi ætti að vera til í apríl. Langar mig að spyrja hv. þingmann sem átti sæti í ríkisstjórn þar til 27. apríl síðastliðinn: Var þessi bindandi tekjuúthlutunarrammni tilbúinn? Er hann tilbúinn? Og ég vil gjarnan fá útskýringu á því hvernig þetta var prufukeyrt í fyrra.