142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:40]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er heldur ekki prinsipplaus maður (SJS: Nú, jæja.) og hef aldrei verið og oft verið skammaður fyrir það að halda í prinsippin. (ÖS: … í Framsókn … heppilega valið.) En menn mega ekki vera svo fastir í prinsippunum þegar litlu er verið að hnika, örlitlu er verið að hnika og það er ekki einu sinni þannig að það sé stórvægilegt eða gengið lengra fram í haustið en áður hefur verið gert hér árum og áratugum saman. Þess vegna finnst mér menn ganga ansi langt í að halda í prinsippin hvað þetta varðar, sérstaklega þegar aðstæður eru þannig að ríkisstjórnin tók tiltölulega seint við eftir kosningar og var í þessari aðstöðu. Þetta er of mikið prinsipp meira að segja.