142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[22:11]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gæti hugsað mér ýmsar leiðir. Ein leiðin til dæmis byggir á nokkru fráviki frá þeirri leið sem hér er til umræðu, en eftir að hafa skoðað þessi mál og velt þeim fyrir mér í mörg ár er ég hrifnastur af dönsku leiðinni sem er núverandi fyrirkomulag hér á landi plús þjóðaratkvæðagreiðsla í lokin. Þegar þingið hefur samþykkt málið hið síðara sinni sé efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að ef ég ætti að velja mér lausn algjörlega út frá eigin óskum væri leiðin einhvern veginn í þá veru.