142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[22:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég óska einfaldlega eftir því að fá að taka málið á dagskrá til að mæla fyrir því, það mun taka um það bil eina mínútu, og vísa því síðan til allsherjar- og menntamálanefndar. Ég óska eftir því út af alvarleika málsins sem er á bak við þessa ályktun að þingmenn taki tillit til þessarar óskar og veiti málinu brautargengi.