142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:01]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Forgöngumenn í ríkisstjórn Íslands hafa flutt um það þingmál hér á Alþingi Íslendinga að upplýsingafrelsi sé mikilvægt. Öll erum við sammála um að persónuvernd sé mikilvæg og að vernda borgarana fyrir njósnum.

Þetta mál er vissulega sérstakt, en ég spyr hv. þingmenn hvort það sé ekki einmitt vönduð málsmeðferð að gefa tillögunni færi á því að fara til nefndar sem þá hefur færi á því í leyfi þingsins að kanna alla málavöxtu vel og gaumgæfilega áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar í skyndi. Ég minni hv. þingmenn á að sá einstaklingur sem hér á í hlut kann að eiga yfir höfði sér refsingu, fái hann hvergi skjól, sem er af því tagi sem við Íslendingar höfum lýst algerri andstöðu við um allan heim og er það helgasta sem nokkur maður á, sem er líf hans. (BirgJ: Heyr, heyr.)