142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil aftur segja að þetta eru ekki venjulegir tímar sem við búum við. Við búum við það að njósnir eru orðnar mjög eðlilegur hluti að mati margra. Eitt það hræðilegasta við þetta mál allt saman er það hversu mörgum finnst það eðlilegt.

Edward Snowden fórnaði öllu til þess að upplýsa um njósnir Bandaríkjastjórnar, öllu. Hann fórnaði fjölskyldu sinni, hann fórnaði góðri vinnu, hann fórnaði frelsi sínu — fyrir okkur, fyrir fólkið í þessum sal, fyrir hæstv. fjármálaráðherra, hæstv. forsætisráðherra, fyrir hverja einustu manneskju í þessum sal. Það er ekki meira sem þarf að taka tillit til.