142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Manni verður hugsað til þess að næst þegar þingmenn í þessum sal horfa á myndir um menn eins og Gandhi, Dalai Lama, Martin Luther King og aðrar frelsis- og mannréttindahetjur — munið það þá bara að þið þurfið að eiga það við ykkar samvisku að geta ekki lengur samsamað ykkur hetjunni. Næst þegar þið horfið á slíkar myndir getið þið ekki lengur, ef þið segið nei, samsamað ykkur hetjunni.

Ég vona að þið hugsið það. Þið getið breytt atkvæði ykkar núna. Þó að það sé erfitt að gera það núna og þið viljið fara eftir flokksaganum og flokkslínunni, hugsið það, sofið á því. Það verður hægt að bera þetta aftur upp í haust, ég vona að það nái fram að ganga þá, en hugsið þetta.