142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:26]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að gera grein fyrir atkvæði mínu eða tala um atkvæðagreiðsluna almennt. Var ég þá ekki að gera einhverja vitleysu núna?

(Forseti (EKG): Atkvæðagreiðslan verður endurtekin. Forseti hafði litið svo á að hv. þingmaður vildi fá að gera grein fyrir atkvæði sínu.)

Já, afsakið.

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður gerir þá grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan heldur áfram.)

Virðulegur forseti. Við munum styðja þetta frumvarp og viljum ekki standa í vegi fyrir því vegna þess að við teljum að þær breytingar sem eru þó gerðar í því séu þess eðlis að við viljum ekki koma í veg fyrir þær. Við mundum þó vilja sjá að frumvarpið þjónaði fleiri hópum og gerði heldur ekki upp á milli kynjanna.

Nú held ég samt að ég eigi að vera að gera grein fyrir atkvæði mínu um breytingartillöguna. Er það ekki rétt? (Gripið fram í.)

Já, einmitt, þá er ég bara formlega búin að klúðra þessu máli. (Gripið fram í: Nei.) En ég vil nýta tækifærið og hvet ykkur til þess að samþykkja þær breytingartillögur sem liggja fyrir um að gera frumvarpið þannig að það þjóni stærri hópi fólks en það gerir án breytingartillagnanna.