142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér gerir meiri hluti nefndarinnar að tillögu sinni að bráðabirgðaákvæði um frítekjumark á atvinnutekjur örorkulífeyrisþega verði framlengt út næsta ár, árið 2014. Ég fagna því, en samtímis finnst mér óeðlilegt að frítekjumark á atvinnutekjur örorkulífeyrisþega sé í bráðabirgðaákvæði en sams konar ákvæði um ellilífeyrisþega sé í lögunum, lagatextanum. Af hverju þessi mismunun á þessum tveimur hópum lífeyrisþega er nú lögfest er mér hulin ráðgáta, en ég fagna því að bráðabirgðaákvæðið sé þó framlengt og (Forseti hringir.) mun styðja það.