142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:34]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að reyna að skandalísera ekki aftur núna, en mér finnst ég knúin til að segja að þrátt fyrir að vilja styðja þetta frumvarp, vegna þess að ég tel að það sem er þar í geti stutt við ákveðinn hóp og ég vil ekki koma í veg fyrir það, þykir mér afar flókið og það hefur mikið togast á innra með mér að greiða því atkvæði mitt vegna þess að það tekur ekki tillit til allra hópa. Það er ekki í rauninni mjög heildstætt og ég hefði viljað sjá miklu markvissari aðgerðir sem þjónuðu hópnum öllum. Jafnframt finnst mér mjög flókið að greiða atkvæði með frumvarpi þar sem jafnræði kynjanna er ekki gætt. Ég hef því ákveðið, eins og hefur komið fram, að greiða því atkvæði en þó af miklum trega.