142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst um það hvað sé sanngjörn og eðlileg auðlindarenta. Þegar frumvarpið kom inn á þingið á síðasta kjörtímabili stóð til að taka um 23 milljarða út úr greininni. Sú tala lækkaði niður í 13 milljarða. Við sögðum þá að það væri of langt gengið gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum og við teldum að hægt væri að lækka þessa tölu um einhver prósent. Nú erum við að tala um um það bil 10 milljarða auðlindarentu sem eru gríðarlega miklir fjármunir. Stjórnarliðar þá voru ekki reiðubúnir að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki sem lá fyrir að mundu fara á hausinn. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Nú hins vegar koma þeir fram með breytingartillögu þess efnis.

Við sögðum líka að þetta væri (Forseti hringir.) landsbyggðarskattur. Það er þess vegna sem er ráðist (Forseti hringir.) í þessar breytingar. Okkar mat (Forseti hringir.) er að nú sé verið að taka eðlilega og sanngjarna auðlindarentu (Forseti hringir.) Ég virði það alveg að menn hafi á því mismunandi skoðanir, herra forseti. (Gripið fram í.)