142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:04]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

[Kliður í salnum.]

(Forseti (EKG): Það er aðeins einn fundur hér í gangi í einu.)

Virðulegi forseti. Mér finnst nafni minn, hv. þm. Páll Valur Björnsson, fljótur að skipta um skoðun því við skiluðum sameiginlegu (PVB: … ekki til þess.) áliti fyrir ári síðan um veiðigjöld þar sem við vorum báðir sammála um að þetta væru allt of há veiðigjöld á bolfiskinn. (Gripið fram í: Það voru mistök.) Jæja, hvað um það.

Nú er verið að greiða atkvæði um auðlindarentu. Auðlindarentan er reiknuð með sömu formúlu á uppsjávarfisk og botnfisk. Ef við ætlum að nota sömu formúlu, sömu auðlindarentu úr báðum greinum, hækka báðar eða lækka báðar. Við getum ekki bara komið inn og hækkað botnfiskinn af því okkur finnst gjaldið vera of lágt. Ef við ætlum að vera með auðlindarentu og reikna út hvaða prósentu við ætlum að hafa út úr auðlindinni skulum við bara gera það þannig. Látum jafnt yfir báðar greinar ganga.