142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Sem áður greiði ég atkvæði með þessu frumvarpi með semingi vegna þess að umræðan segir mér að það er eitthvað mikið að. Menn eru að tala um að kolmunninn eigi að borga mikið, eða þeir sem veiða kolmunna. Menn eru að tala um einstakar útgerðargreinar og einstök fyrirtæki. Hvers vegna í ósköpunum ákveðið þið ekki verð á brauði, herra forseti? Það er eins og öll markaðshyggja og allt slíkt sé horfið út úr dæminu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég legg til að menn skoði alvarlega þetta fiskveiðistjórnarkerfi, eignarhald á kvótanum o.s.frv. Ég hef reyndar flutt um það frumvarp sem byggir á algerri markaðssetningu, en það hefur ekki hlotið umræðu enn þá. Ég segi já.