142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari lækkun á hlutnum sem rennur til þjóðarinnar vegna þess að mér þykir þetta vera óábyrg efnahagsstjórn. Það á að lækka hlut sem rennur til þjóðarinnar upp á að minnsta kosti 2,6 milljarða á þessu ári og (Gripið fram í: Rétt.) 7 í heildina næstu tvö árin. Það er ekki búið að finna út hvar á að taka þetta annars staðar.

Stjórnarliðum er tíðrætt um og kemur fram í stefnuyfirlýsingu flokkanna og stefnuræðu forsætisráðherra um jákvæða hvata. Eins og hefur komið fram alveg skýrt fyrir nefndinni er þessi gjaldtaka á umframhagnað eftir lágmarksfjárfestingu upp á 8%, og fleiri atriði eru tiltekin, ekki vinnuletjandi. En þá þarf að taka þetta mögulega annars staðar, með gjaldtöku annars staðar, og hvar ætlið þið að finna það gjald sem er ekki vinnuletjandi? Eða á kannski bara að skera niður þjónustu (SII: Já.) eða auka við skuldir ríkisins? (Forseti hringir.) Mér finnst þetta mjög óábyrg efnahagsstjórn. (Forseti hringir.)