142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[00:21]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegi forseti. Stjórnarskráin frá 1944 hefur sætt stöðugri endurskoðun sem hefur, í sumum tilfellum, leitt til breytinga á stjórnarskránni allt frá 1944. Stjórnarskráin hefur staðist vel tímans tönn, meira að segja ákvæði hennar um breytingar hafa ekki komið í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Það kann þó vel að vera að nauðsynlegt sé að breyta stjórnarskránni um einhver atriði. Mikilvægt er að slíkar breytingar séu gerðar í nokkurri sátt og án allrar geðshræringar.

Þetta frumvarp er komið til vegna ómaklegra ásakana í garð stjórnarskrárinnar í kjölfar hruns fjármálastofnana á árinu 2008. Frumvarpið heimilar einhvers konar flýtimeðferð á stjórnarskrárbreytingum og hins vegar breytingar á stjórnarskránni (Forseti hringir.) einungis í þágu einhvers konar uppdiktaðra þarfa (Forseti hringir.) einhvers konar atvinnuþrefara. Með þessari breytingu er vikið til hliðar þeirri yfirvegun sem nauðsynleg er, að ég tel, við breytingar á stjórnarskránni. Í því ljósi greiði ég ekki atkvæði með frumvarpinu.