142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[00:24]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með það að eitt af mínum síðustu verkum hér meðan ég sit hér fyrir hönd hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar sé að greiða þessu frumvarpi atkvæði mitt. Ég vona að það muni leiða til jákvæðrar þróunar við áframhaldandi vinnu við stjórnarskrána.