142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[00:29]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þessi tillaga var til þrautavara ef allt annað brygðist, það að forseti frestaði þessu fram á haustið eða að málinu yrði vísað frá í heild. Það þurfti að taka fyrir fyrst vegna þess að það gekk lengra í þeim breytingartillögum og málum sem eru nú til atkvæðagreiðslu, tillögunni sem þið fellduð rétt í þessu. Við vildum að það yrði að minnsta kosti tekið tillit til breytingartillögu sem Persónuvernd kom sjálf með og svo lögðum við núna til að þessi grein yrði felld út, b-liður 4. gr.

Það er það síðasta sem við lærðum hjá starfsmönnum Alþingis að væri hægt að gera. Við vonum bara aftur að þið hafið rétt fyrir ykkur, að Persónuvernd hafi rangt fyrir sér, að það sé ekkert að óttast í þessum málum og að á persónuvernd fólks verði ekki gengið. (Gripið fram í.)