142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[00:55]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er rétt að taka fram að tilgangurinn með þessari breytingartillögu kom fram í umræðum. Hann var sá að mæta þeirri gagnrýni og þeim áhyggjum sem voru uppi um að vegna þess að ekki væri farin leið valnefndarinnar, sem átti samkvæmt þeim hugmyndum sem þar lágu að baki að tryggja sem breiðastan hóp í stjórn Ríkisútvarpsins, með því að fjölga úr sjö í níu, þá væri auðveldara fyrir Alþingi að tryggja einmitt þessa breidd. Það var hugsunin sem lá að baki.