142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að segja að ekki er annað hægt en harma það að atkvæðagreiðsla skuli hafa farið fram um þetta mál á grundvelli einhvers misskilnings sem mér finnst að hafi verið hreinsaður upp og útskýrður af þingflokksformanni Framsóknarflokksins, nákvæmlega eins og málið lá fyrir. (Gripið fram í.) Ef ég mætti halda orðinu, herra forseti, þá get ég eiginlega ekki orða bundist yfir umræðunni að öðru leyti. Hér er verið að greiða atkvæði á grundvelli niðurstaðna kosninga í stjórn, eða öllu heldur að tilnefna í stjórn.

Fyrir fjórum árum síðan komu hér saman Samfylkingin og Vinstri grænir og kölluðu til liðs við sig nýkjörna þingmenn Hreyfingarinnar sem þá voru í stjórnarandstöðu. Til hvers? Til að lágmarka hlut Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í öllum þingnefndum, í öllu alþjóðlegu starfi, (Gripið fram í.) út allt kjörtímabilið (Gripið fram í.) í fjögur ár. (Gripið fram í: Eruð þið að hefna ykkar?) Hversu vel samrýmist það (Forseti hringir.) þeim sjónarmiðum sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson var að tala hér fyrir, eins og (Gripið fram í.) upp úr heilögu riti væri lesið, (Forseti hringir.) og vísa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis?