142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:12]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það var stórmannlegt af hv. þm. Sigrúnu Magnúsdóttur að koma í ræðustól og biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu hér í dag. Það sama má segja um hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Engu að síður veður stjórnarandstaðan hér upp, hver þingmaðurinn á fætur öðrum, og ásakar jafnvel hæstv. forsætisráðherra sem átti ekki hlut að neins konar samkomulagi með stóryrðum um að orð skuli standa. Ég hef á síðustu klukkutímum fengið sent frá Creditinfo, Fjölmiðlavaktinni, fullt af gömlum fréttum. Ég drap niður í eina fyrir tilviljun. Hún ber heitið „Orð skulu standa“ og er frá 29. nóvember 2011. Þar segir:

„ASÍ segir í heilsíðuauglýsingum í blöðunum í dag að ríkisstjórnin (Forseti hringir.) hafi svikið þá sem lökust hafa kjör.“ (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Bara tilviljun. Ég held að menn ættu að líta sér nær áður en þeir viðhafa stór orð úr þessu ræðupúlti.