142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:14]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er leiðinlegt að heyra þann ágreining sem er hér á síðustu mínútum þingsins. Þess vegna vil ég leggja fyrir formenn stjórnarflokkanna þá hugmynd að þeir stígi hér upp til sátta í þessu deilumáli með því að þeir fái að sjálfsögðu fimm í stjórnina, sá flokkur sem fær formenn hefur tvo, hinn flokkurinn hefur þrjá. Þá fá allir hinir þingflokkarnir á þingi einn hver.

Ég hvet formenn stjórnarflokkanna til að íhuga þetta til sátta hér á þingi þar sem töluvert mikið hefur verið unnið til sátta, sem ég þurfti að taka á sem starfandi forseti í fjarveru hæstv. forseta. Ég hvet formennina jafnframt til að óska kannski eftir fimm mínútna þinghléi til að ljúka þessu máli. Ég held að vel fari á því, virðulegi forseti, að þessi leið verði farin hér á lokamínútum þingsins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)