142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:18]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fór til starfsfólks Alþingis sem er með afbrigðum hjálplegt eins og við öll þekkjum og spurði hvort hægt væri að breyta atkvæði sínu vegna þess að ég er svolítið forvitinn og á það til að spyrja mjög heimskulegra spurninga ef ég er ekki alveg 100% viss. Það sagði mér að hægt væri að skrá það þannig að í þingtíðindum komi fram leiðrétting þótt niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sé ekki hægt að breyta. Mig langaði bara að allt fólk í þessum góða sal væri meðvitað um þennan möguleika. (Gripið fram í: Þú verður að hlusta betur.) Það er rétt.