142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:21]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vegna orða forsætisráðherra hér áðan er rétt að minna hann á að fyrir hönd stjórnarflokkanna gera formenn þingflokka stjórnarflokkanna samninga á Alþingi í hans umboði. Þegar þeir samningar hafa verið gerðir hafa þeir verið í hans umboði. Það er stórmannlegt hvernig þingflokksformennirnir hafa gert grein fyrir því og staðfest hvernig allt fór fram. Það er jafn stórmannlegt og hitt er smátt að rjúfa þann samning sem gerður er í umboði forsætisráðherra hér í þinginu. (Gripið fram í: Þú sagðir ósatt …) Það er hann sem svíkur samninginn og gerir sína eigin þingmenn að ómerkingum orða sinna.

Ég hvet til þess að formenn stjórnarflokkanna sjái einfaldlega að sér og taki undir þá tillögu sem Kristján L. Möller hefur fært fram. Kristján L. Möller hefur verið ákaflega farsæll undanfarna daga við að leiða ólík sjónarmið saman (Forseti hringir.) og ná fram góðri sátt og samkomulagi og átti stóran hlut í því (Forseti hringir.) að okkur tekst farsællega að ljúka þingstörfum hér í kvöld. Takið þeirri góðu tillögu og ljúkum þessu (Forseti hringir.) sumarþingi vel. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)